dada

Janúarlok

Jæja þá er komið að því að setja inn reglulegar fréttir. Winking Fyrsta mót KB mótaraðarinnar fer að hefjast, eða 2.febrúar og virðist stemningin fyrir mótinu bara fara uppávið frá ári til árs Winking Mikið framundan hjá okkur hestamönnum, íslandsmót, fjórðungsmót og svo heimsmeistaramót... Alltaf eitthvað um að vera sem betur fer.

securedownload-9 Mynd: Svikahrappur f.Borgarnesi, eig: Gunnar Hlíðdal & Finnur Kristjánsson.

Talsvert er um ung hross í tamningu hjá okkur núna eins og vanalega og úr öllum áttum, og eitthvað af eldri hrossum sem stefnt er með í keppni og/eða kynbótadóm. Hér á myndinni er Svikahrappur f.Borgarnesi en hann og albróðir hans eru hjá okkur og gaman að sjá hversu ólíkir þeir eru á allan hátt. Þá bæði hvað varðar gangupplag og geðslag.
Sagan á bak við nafnið afhverju hesturinn hlaut nafnið “svikahrappur”

Það var þannig að upprunanlega var ætlunin að búa til vindskjótta hryssu undan Glym f. Innri-Skeljabrekku og jarpskjóttri hryssu. Nema hvað að umræddur hestur sveik bæði lit og kyn og fékk því nafnið Svikahrappur fyrir vikið Winking En albróðir hans Léttir er vindóttur að lit og ekki hægt annað að segja en að hann lofi góðu.

Ég er alltaf hlynnt máltakinu “tala minna, vinna meira” þá meina ég að vera ekki með stórar yfirlýsingar og svo gerist ekki neitt. Þetta er nú bara þannig að það er aldrei hægt að segja neitt fyrr en að leikslokum þegar maður er með ung hross eða hross yfirleitt, það er svo margt sem getur komið upp á og spilar inn í.

Í húsinu hjá okkur eru nokkur efnis hross sem gaman verður að fylgjast með hvernig eigi eftir að þróast.

Við kláruðum að setja hitalagnir í stíugólf um þarsíðustu helgi og á nú bara eftir að klára leggja í síðustu röðina. Vááá hvað þetta eru mörg handtök í þessu öllusaman. En þvílíkur munur eftir að hitalagninar eru komnar, það er ekki hægt að bera þetta saman, algjör snilld Winking Mæli með þessu fyrir þá sem hafa tök á.

Svo er Þorrablót á næsta leyti í sveitinni, strax eftir KB mótaröðina, bara gaman Winking

Í KB mótaröðinni erum við í liði gæðakokkar/knapinn sem er nýskipað lið og stendur að mestu leyti af krökkum úr MB (Menntaskólanum í Borgarnesi). Í vetur verðum við með reiðkennslu í reiðhöllinni í Borgarnesi á mánudögum frá 18:30-20. Ef fleiri áhugasamir hestamenn hafa áhuga á reiðkennslu hvort sem er hóp og/eða einkatíma eitthvað í kringum þessa tímasetningu er ykkur velkomið að hafa samband