Border collie. .. Síðar mun koma nánari uppl. um þessa tegund og áhugaverð video

Hér að neðan verða þegar tími gefst til upplýsingar um þá hunda sem við eigum og um þá þjónustu sem við bjóðum upp á í kringum hundana. Meðal þeirrar þjónustu sem við bjóðum upp á má nefna;
  • Sauðfjársmölun með hund
  • Sala á vel ættuðum smalahundum/fjölskylduhundum
  • Tamning á smalahundum
Af þeim hundum sem hefur verið í okkar eigu má fyrstan nefna Týra (Díli f.Hæli). Týri var felldur í desemberbyrjun árið 2012 en skilur margar góðar minningar og afkvæmi eftir sig.

Týra eignaðist Birna hjá Stjána Mikk (heitnum) í Flekkudal. Stjáni Fékk Týra á sínum tíma sem hvolp á Hæli úr goti undan Garry sem Stjáni átti.

Týri var hálfgerð fígúra þar sem að hann var svo ofvirkur á yngri árum og var fyrst og fremst góður félagi og vinur. Hann var notaður við að smala hrossunum inn og svo á seinni árum var byrjað að nota hann við að smala fé.

Margar skemmtilegar uppákomur hafa orðið til í viðurvist þessa hunds ;) sum ansi skondin... Týri var eins og ég áður sagði ansi ofvirkur. Alltaf mikið fyrir hitt kynið og lét hafa mikið fyrir sér til að byrja með. Birnu lá ansi oft hár rómur er Týri var einhversstaðar í návígi. Eins og oft er sagt þá endurspeglar hundurinn eigandann. ;) Heyrir bara það sem hann heyra vil...

já, kannski gef ég mér einhvern tíma tíma og skrifa niður skondin tilvik sem upp hafa komið með Týra og skelli inn smá videobrotum af þessum snilling.

En upplýsingar og myndir af hinum hundunum í okkar eigu koma seinna, sem og smá fréttir af því sem í gangi er.

Follow us on Facebook