13/07/15 12:08
Aragon f.Lambanesi & Taike Topphoff Gera það gott í Þýskalandi
Taike eignaðist Aragon þegar hann var 4 vetra eftir að hann var sýndur í kynbótadóm hér á landi. Hún vann vel með hann og fékk Þórð til að sýna hann tvemur árum seinna og hækkaði klárinn duglega og fékk m.a. yfir 8,50 fyrir hæfileika.
Hann fékk m.a. 9,5 fyrir skeið og 9 fyrir vilja og geð.



Aragon heldur áfram að þróast vel og gaman að fá fréttir af því. Þegar Aragon var folald leist okkur svo vel á hann að okkur langaði að fá hryssu með sama blóð (Sveifla*Ágústínus). Við héldum því Sveiflu aftur undir Ágústínus og fengum alsystir Aragons sem við notum í ræktuninni hjá okkur í dag. Hryssan kastaði foaldi undan Konsert frá Hofi og er það fyrsta folaldið undan alsystur Aragon´s.



Lenntar í Finnlandi
21/03/15 10:22
Finnlandsfararnir

Fyrir X árum komu Anki og Freja til Íslands að leita að keppnishesti fyrir Freju. Þau prófuðu Rösk frá Lambanesi og pössuðu Freja og Röskur frábærlega vel saman. Nú um daginn misstu þær eina af sínum folaldshryssum og eru nú tvær áhugaverðar fylfullar hryssur frá okkur lenntar hjá þeim í Finnlandi.
Það eru hryssurnar Vaka f. Hólabaki og Gloría f.Glóru. Vaka er fylfull við Hersi frá Lambanesi og Gloría við Sólon frá Skáney. Þannig að flotta fjölskyldan í Finnlandi fær nú fjögur ný hross frá okkur. Ég fór eitt vor út í heimsókn til þeirra og er ekki hægt að hugsa sér betra líf fyrir hesta.
Læt hér nokkrar skemmtilegar myndir fylgja með.
Anki ásamt nýju hryssunum sínum þeim Gloríu og Vöku.
Hér má svo sjá myndir af Freju og Rösk frá Lambanesi sem þau fengu hjá okkur fyrir X árum.
Freja og Röskur á SM2013
Til hamingju með nýju kynbótagripina Anki, Freja & family.
Breytt um Ræktunarnafn
13/02/15 16:42 Filed in: Nýtt ræktunarnafn

Höll og Vænting komnar til Þýskalands.
Eftir pínulítlar vangaveltur hvað hrossin skyldu vera kennd við í framtíðinni var ákveðið að breyta ræktunarnafninu yfir í heitið á jörðinni sem við höfum fest kaup á. Öll ósýnd hross frá okkur hafa nú verið skráð frá Garðshorni á Þelamörk. Fyrsta hryssan kennd við bæinn flaug til Þýskalands í vikunni. Hryssan fékk nafnið Vænting frá Garðshorni á Þelamörk og vonum við svo sannarlega að hún standi undir Væntingum okkar. Þessi hryssa er undan Eldingu frá Lambanesi og Hlébarða frá Ketilsstöðum og því má segja að þarna búi talsvert gæðingsblóð að baki í báðar áttir. Fyrir þá sem ekki vita en þá er Elding móðir m.a. Hersirs og Vissu frá Lambanesi. Vænting fór ekki einsömul til Þýskalands heldur fór Höll frá Lambanesi með í för og óskum við nýjum eigendum farsældar með nýju reiðskjóta sína

Tamningar komnar á fullt
13/01/15 16:59 Filed in: Tamningar

jæja
nú er allt að mjakast í gang og flest tryppin orðin reiðfær, en það var í seinni kantinum í ár vegna framkvæmda við hesthús hér að Garðshorni. Mikið um unghross eins og svo oft áður og úr öllum áttum og að öllum gerðum. Það eru tryppi undan Hrímni frá Ósi, Glym frá Innri-Skeljabreeku, Álf, Arð, Héðinn frá Feti, Dofra frá Steinnesi, Eitil frá Stóru-Ásgeirsá.... og fleirum..Lambanes hlaut titilinn Ræktunarbú ársins
10/11/14 19:49 Filed in: Lambanes hlaut titilinn Ræktunarbú ársins
xxxxfffjkjlk lesa meira/read more...