Mar 2015
Lenntar í Finnlandi
21/03/15 10:22
Finnlandsfararnir

Fyrir X árum komu Anki og Freja til Íslands að leita að keppnishesti fyrir Freju. Þau prófuðu Rösk frá Lambanesi og pössuðu Freja og Röskur frábærlega vel saman. Nú um daginn misstu þær eina af sínum folaldshryssum og eru nú tvær áhugaverðar fylfullar hryssur frá okkur lenntar hjá þeim í Finnlandi.
Það eru hryssurnar Vaka f. Hólabaki og Gloría f.Glóru. Vaka er fylfull við Hersi frá Lambanesi og Gloría við Sólon frá Skáney. Þannig að flotta fjölskyldan í Finnlandi fær nú fjögur ný hross frá okkur. Ég fór eitt vor út í heimsókn til þeirra og er ekki hægt að hugsa sér betra líf fyrir hesta.
Læt hér nokkrar skemmtilegar myndir fylgja með.
Anki ásamt nýju hryssunum sínum þeim Gloríu og Vöku.
Hér má svo sjá myndir af Freju og Rösk frá Lambanesi sem þau fengu hjá okkur fyrir X árum.
Freja og Röskur á SM2013
Til hamingju með nýju kynbótagripina Anki, Freja & family.