Heimasíðan enduræst
Heimasíðan enduræst
24/07/13 16:12
Jæja Komin tími á að setja inn smá fréttir. Síðustu fréttir komu inn í janúar þannig að það er tími til komin að gera eitthvað í málunum.
Í ár fóru allnokkur hross í kynbótadóm eins og vanalega og stóðu tveir stóðhestar frá okkur upp úr í ár af þeim hestum sem sýndir voru. Það voru þeir Laxnes og Hersir frá Lambanesi.
Mjög gaman að upplifa að eiga hestana sem sýndir eru því oftast nær hafa hestarnir verið í eigu annarra sem er mikil gleði því það er alltaf gaman þegar hlutirnir ganga upp en tvöföld gleði að eiga þá og hafa ræktað þá sjálf
Veit ekki alveg hvar ég á að byrja en jú við erum búin að vera hamast í að gera upp aðstöðu í hluta af byggingum sem fyrir voru á svæðinu og gekk til að byrja með mjög hratt fyrir sig. Svo komu annatímar og ekkert var gert nú í langan tíma en ég bind vonir við að þessu ljúki fyrr en varir og það komi upp myndar íbúð á Stafholtsveggjum 2.
Hryssurnar eru allar búnar að kasta og komu þrír hestar í ár. Einn undan Hróa frá Flekkudal, einn undan Krók frá Ytra-Dalsgerði og svo einn undan Hágang.
Veit ekki hvort ég hafi tíma í að ná upp þeim fréttum sem fram fóru frá janúar og til þessa, held það sé tilgangslaust. Fjórðungsmótinu var jú að ljúka og vorum við með allnokkur hross þar og gekk það mjög vel. Stóðhestarnir frá okkur í 1 og 3. sæti. Stássa f.Naustum í B-úrslitum í B-flokk, en það er hryssa sem er að fara í annað sinn á keppni á sínum ferli. Hún fór í fyrsta sinn í keppni í úrtökuna og svo í annað sinn var svo fjórðungsmótið. Skrautlega lituð hryssa með vilja, fótaburð og hefur margt með sér. Prins frá Skipanesi varð svo einnig í verðlaunasæti á FM og Kraftsdóttir frá Steinnesi stóð efst í 4.vetra flokknum. Eflaust er ég að gleyma einhverju en það verður bara að hafa það.
Íslandsmótið var nú haldið hér í Borgarnesi vikuna á eftir fjórðungsmóti og gekk það mjög vel og þvílík heppni hvernig fór með veðrið þar sem að það leit nú ekkert allt of vel út í spánni.
jæja segji þetta gott í bili
Í ár fóru allnokkur hross í kynbótadóm eins og vanalega og stóðu tveir stóðhestar frá okkur upp úr í ár af þeim hestum sem sýndir voru. Það voru þeir Laxnes og Hersir frá Lambanesi.
Mjög gaman að upplifa að eiga hestana sem sýndir eru því oftast nær hafa hestarnir verið í eigu annarra sem er mikil gleði því það er alltaf gaman þegar hlutirnir ganga upp en tvöföld gleði að eiga þá og hafa ræktað þá sjálf

Veit ekki alveg hvar ég á að byrja en jú við erum búin að vera hamast í að gera upp aðstöðu í hluta af byggingum sem fyrir voru á svæðinu og gekk til að byrja með mjög hratt fyrir sig. Svo komu annatímar og ekkert var gert nú í langan tíma en ég bind vonir við að þessu ljúki fyrr en varir og það komi upp myndar íbúð á Stafholtsveggjum 2.
Hryssurnar eru allar búnar að kasta og komu þrír hestar í ár. Einn undan Hróa frá Flekkudal, einn undan Krók frá Ytra-Dalsgerði og svo einn undan Hágang.
Veit ekki hvort ég hafi tíma í að ná upp þeim fréttum sem fram fóru frá janúar og til þessa, held það sé tilgangslaust. Fjórðungsmótinu var jú að ljúka og vorum við með allnokkur hross þar og gekk það mjög vel. Stóðhestarnir frá okkur í 1 og 3. sæti. Stássa f.Naustum í B-úrslitum í B-flokk, en það er hryssa sem er að fara í annað sinn á keppni á sínum ferli. Hún fór í fyrsta sinn í keppni í úrtökuna og svo í annað sinn var svo fjórðungsmótið. Skrautlega lituð hryssa með vilja, fótaburð og hefur margt með sér. Prins frá Skipanesi varð svo einnig í verðlaunasæti á FM og Kraftsdóttir frá Steinnesi stóð efst í 4.vetra flokknum. Eflaust er ég að gleyma einhverju en það verður bara að hafa það.
Íslandsmótið var nú haldið hér í Borgarnesi vikuna á eftir fjórðungsmóti og gekk það mjög vel og þvílík heppni hvernig fór með veðrið þar sem að það leit nú ekkert allt of vel út í spánni.
jæja segji þetta gott í bili