dada

Lenntar í Finnlandi

Finnlandsfararnir


1962652_10153172445709321_7004976673551366711_nNú á dögunum fóru tvær ræktunarhryssur frá okkur til Finnlands. Alltaf gaman þegar fólk kemur aftur í leit að hrossum og var það svo í þetta sinn.

Fyrir X árum komu Anki og Freja til Íslands að leita að keppnishesti fyrir Freju. Þau prófuðu Rösk frá Lambanesi og pössuðu Freja og Röskur frábærlega vel saman. Nú um daginn misstu þær eina af sínum folaldshryssum og eru nú tvær áhugaverðar fylfullar hryssur frá okkur lenntar hjá þeim í Finnlandi.

Það eru hryssurnar Vaka f. Hólabaki og Gloría f.Glóru. Vaka er fylfull við Hersi frá Lambanesi og Gloría við Sólon frá Skáney. Þannig að flotta fjölskyldan í Finnlandi fær nú fjögur ný hross frá okkur. Ég fór eitt vor út í heimsókn til þeirra og er ekki hægt að hugsa sér betra líf fyrir hesta.

Læt hér nokkrar skemmtilegar myndir fylgja með.

11011873_10153172445294321_3996743092483745755_n 11084258_10153172445099321_956884186911585164_n
Anki ásamt nýju hryssunum sínum þeim Gloríu og Vöku.

Hér má svo sjá myndir af Freju og Rösk frá Lambanesi sem þau fengu hjá okkur fyrir X árum.

936453_626976867332123_1376641308_n1006227_626989347330875_1224695595_n
Freja og Röskur á SM2013

Til hamingju með nýju kynbótagripina Anki, Freja & family.

Follow us on Facebook