Nýtt ræktunarnafn
Breytt um Ræktunarnafn
13/02/15 16:42

Höll og Vænting komnar til Þýskalands.
Eftir pínulítlar vangaveltur hvað hrossin skyldu vera kennd við í framtíðinni var ákveðið að breyta ræktunarnafninu yfir í heitið á jörðinni sem við höfum fest kaup á. Öll ósýnd hross frá okkur hafa nú verið skráð frá Garðshorni á Þelamörk. Fyrsta hryssan kennd við bæinn flaug til Þýskalands í vikunni. Hryssan fékk nafnið Vænting frá Garðshorni á Þelamörk og vonum við svo sannarlega að hún standi undir Væntingum okkar. Þessi hryssa er undan Eldingu frá Lambanesi og Hlébarða frá Ketilsstöðum og því má segja að þarna búi talsvert gæðingsblóð að baki í báðar áttir. Fyrir þá sem ekki vita en þá er Elding móðir m.a. Hersirs og Vissu frá Lambanesi. Vænting fór ekki einsömul til Þýskalands heldur fór Höll frá Lambanesi með í för og óskum við nýjum eigendum farsældar með nýju reiðskjóta sína
